Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 09. júlí 2020 12:30
Fótbolti.net
Sex í sóttkví en Augnablik fékk ekki að fresta
Sex leikmenn Augnabliks voru í sóttkví þegar liðið lék gegn Keflavík
Sex leikmenn Augnabliks voru í sóttkví þegar liðið lék gegn Keflavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Að undanförnu hefur þónokkrum leikjum á Íslandsmótinu verið frestað þar sem heilu liðin hafa verið í sóttkví vegna Covid 19. Lið Augnabliks í Lengjudeildinni fékk þó ekki að fresta leik gegn Keflavík þrátt fyrir að sex leikmenn liðsins væru í sóttkví og gætu því ekki tekið þátt.

„Augnablik fær ekki að fresta leik þó það hafi sex leikmenn verið í sóttkví. KSÍ með rökin að það hafi þurft að vera allavegana fimm úr byrjunarliði í tveimur síðustu leikjum. Það voru í raun þrjár úr byrjunarliði Augnabliks sem voru í sóttkví. Mér finnst þetta sérstakt. Á KSÍ að velja byrjunarliðið? Máttu þá ekki breyta byrjunarliðinu og eru ekki sex leikmenn úr hóp svolítið mikið?“ velti Mist Rúnarsdóttir fyrir sér.

„Það er mjög mikið. Það voru sex í burtu á móti Keflavík. Klárlega þrjár úr byrjunarliði. Það vantaði aðalmarkaskorarann, miðjumann og reynslumesta leikmanninn, hana Rögnu Björgu, sem á einhverja 200 meistaraflokksleiki á bakinu. Það þurfti bara að taka til og stelpa úr 4.flokki var sett á miðjuna, málunum var bara reddað. Mér finnst þetta rugl. Þetta eru sex leikmenn. Hvaða lið sem er myndi sakna þess að hafa ekki sex leikmenn,“ sagði Steinunn Sigurjónsdóttir, annar gestur þáttarins, um málið en hún þjálfar hjá Breiðablik og þekkir vel til í Kópavoginum.

Hinn gestur þáttarins, Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, var afar hissa að heyra að liðið hefði ekki fengið frestun og velti fyrir sér niðurstöðunni ef liði með minni leikmannahóp yrði bannað að færa leik útaf sömu rökum.

„Mér finnst þetta svakalegt. Ég hélt að reglan væri að fimm leikmenn í tilteknum flokki væri nóg. Ég vissi ekki að það væri tengt byrjunarliði. Þú þarft líka að fylla hóp. Segjum að þetta hafi verið eitthvað annað lið en Augnablik. Lið sem er kannski ekki jafn vel búið af leikmönnum. Segjum að þetta myndi gerast hjá Fjölni. Á þá bara að spila á stelpum úr 4.flokki? Þetta er galið.“

Hlustaðu á umræðuna á Heimavellinum hér að neðan eða í hlaðvarpsveitunni þinni:
Heimavöllurinn - Hreint HK-lak, 14 ára Lengjuskorari og Maxarar losna úr kví
Athugasemdir
banner
banner