Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 09. ágúst 2020 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Umræða um að félög fari í samstarf með Íslenskri erfðagreiningu
Úr leik Fylkis og KR í Pepsi Max-deild karla.
Úr leik Fylkis og KR í Pepsi Max-deild karla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, segir að það sé einhugur hjá félögum í Pepsi Max-deild karla að klára Íslandsmótið.

Það eru miklir hagsmunir í húfi hjá félögum í efstu deild að hægt sé að klára mótið og spilað það áfram sem fyrst þar sem félög eru að fara í Evrópukeppni.

Það er búið að fresta öllum kappleikjum til 13. ágúst að minnsta kosti, en óttast er að það verði lengra. KR er að fara að mæta skosku meisturunum í Celtic annað hvort 18. eða 19. ágúst og svo gæti farið að Íslandsmeistararnir spili ekki leik í þrjár vikur fram að þeim leik.

Páll var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu 977 í gær og fór yfir stöðuna.

„Það kom minnisblað frá yfirvöldum í gær þar sem ákveðnum spurningum var svarað sem KSÍ hafði kastað fram. Ég er ekki að gagnrýna sóttvarnaryfirvöld eða neitt slíkt, þetta er fólk sem er að vinna sína vinnu, en mér finnst svarið lykta af þessum klassíska frasa: 'Computer says no'," sagði Páll í útvarpsþættinum.

„Það er ekkert verið að leita lausna. Við verðum að horfa á þá staðreynd að við stöndum frammi fyrir því að fjöldi fólks er að vinna við knattspyrnu og stærstu hagsmunir okkar í fótbotanum eru tengdir efstu deild karla, og stærstu hagsmunir efstu deildar karla eru tengdir árangri liða í Evrópu. Svarið er ekki lausnamiðað, svarið er frekar þannig að veirudeild háskólasjúkrahúss geti ekki annast frekari rannsóknir."

„Við erum búin að skoða það að ræða við Íslenska erfðagreiningu, að fá þau að borðinu til að fá þau til að taka sýni úr leikmönnum og starfsliði. Við viljum fara nákvæmlega sömu leið og lið í Evrópu hafa verið að fara. Ég skil ekki hvað er öðruvísi á Íslandi en annars staðar í Evrópu. Við þurfum ekki að finna upp hjólið í þessum efnum."

„Svarið sem við fáum í þeim efnum er að það er ekki hægt að tryggja tveggja metra regluna. Við höfum sagt á móti að tveir ósmitaðir einstaklingar geta skallað á milli alveg eins og þeir vilja, þeir smita ekki hvorn annan af einhverju sem þeir eru ekki með. Við höfum sagt að ef við getum farið í samstarf til dæmis með Íslenskri erfðagreiningu, og ég veit að sú umræða hefur átt sér stað og ég veit að Íslensk erfðagreining tók vel í það, að ef við getum tryggt að einstaklingar séu rannsakaðir og að það sé staðfest að þeir séu ekki smitaðir, þá þurfum við ekki að tryggja þessa tveggja metra reglu. Við erum ekki að tala um að hleypa áhorfendum á svæðið."

„Með fullri virðingu fyrir Pepsi Max-deild kvenna, 2. og 3. deild karla, þá eru miklir fjárhagslegir hagsmunir í Pepsi Max-deild karla. Önnur mót getum við klárað síðar. Við verðum að tryggja það að þessir leikir fari fram og að við getum tekið þátt í Evrópukeppni. Við viljum að þessi lið nái árangri í Evrópukeppni, það eru hagsmunir allra."

„Þjóðaröryggi og allt þetta skiptir máli, en yfirvöld verða að átta sig á því að hagsmunir fótboltans er ekki bara eitthvað áhugamál. Hér er undir heil starfstétt. Menn tala um að eitthvað x margir séu að missa vinnuna hjá Icelandair en fótboltinn er miklu, miklu stærri. Leikmenn, þjálfarar, dómarar, fjölmiðlar - það eru miklu fleiri sem hafa hag að þessu. Menn verða að taka þetta alvarlega," segir Páll.

Sjá einnig:
Formaður KR: Við getum ekki beðið til 13. ágúst
„Vona að heilbrigðisráðherra átti sig á þessu og breyti þessu"

Hér að neðan má hlusta á umræðuna í heild sinni.
Útvarpsþátturinn - Óvissan hjá íslenskum félögum og landsliðinu
Athugasemdir
banner
banner
banner