Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 08. ágúst 2020 16:48
Brynjar Ingi Erluson
Formaður KR: Við getum ekki beðið til 13. ágúst
Páll Kristjánsson, formaður KR
Páll Kristjánsson, formaður KR
Mynd: Fótbolti.net
Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, talaði um Meistaradeildardráttinn á morgun og alla þá óvissu sem ríkir í kringum dráttinn í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolta.net í dag.

KR varð Íslandsmeistari á síðasta ári og tryggði sér því þátttökurétt í forkeppni Meistaradeildarinnar en á morgun verður dregið.

Yfirvöld á Íslandi hafa frestað öllum leikjum til 13. ágúst en ekki gefið skýr svör varðandi þessi mál. KR-ingar verða að upplýsa UEFA í síðasta lagi á þriðjudag hvort liðið geti spilað heimaleik og hvort liðið geti spilað yfir höfuð.

Búið er að skipta svæðunum niður en KR-ingar geta bara mætt liðum frá Írlandi, Noregi og Skotlandi eins og Páll kemur inn á í viðtalinu.

„Það eru ströng skilyrði sem UEFA hefur sett á lið í dag og maður hefur heyrt ýmsar kröfur sem hafa komið fram eins og lið sem ferðast á eigin vegum þurfi að ferðast ekki á almennu farrými heldur einkavélum. Þannig menn vonast eftir sem stystu flugi þannig við getum komist með sem hagstæðustum hætti," sagði Páll við þá Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson.

„Mér skilst að þetta sé allt bundið við Noreg, Skotland eða Írland. En auðvitað hefði maður vonast eftir heimaleik en vegna nýjustu fregna veit maður ekki hvernig það ætti að fara fram."

„Það eru einmitt svör sem við vorum að vonast til að fá í síðustu viku og þess vegna getum við ekki sætt okkur við að fá ekki svör fyrr en 13. ágúst. Það er dregið á morgun og við þurfum að svara ekki síðar en á þriðjudag hvort við ætlum að spila heimaleik en við fáum ekki svör frá stjórnvöldum fyrr en 13. ágúst hvort við megum spila fótboltaleik yfir höfuð þá setur þetta okkur í óþægilega og erfiða stöðu og við höfum ekki fengið fullnægjandi svör og við getum ekki beðið til 13. ágúst."

„Við höfum ekki fengið nægilega skýr svör. Það er alltaf vísað til 13. ágúst að það sé almment æfinga- og keppnisbann en við vitum það allir og það þarf ekki vera sérfræðingur í sóttvörnum að staðan verði ekkert betri í landinu 13. ágúst en hún er í dag og við séum staddir í svokallaðri kúrvu sem við erum allir að verða betri og betri í en staðan verður ekkert betri þá,"
sagði hann ennfremur.
Útvarpsþátturinn - Óvissan hjá íslenskum félögum og landsliðinu
Athugasemdir
banner