Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 09. september 2022 13:00
Enski boltinn
„Í fyrra hefði hann ekki skorað þessi mörk"
Marcus Rashford
Marcus Rashford
Mynd: Getty Images
Christian Eriksen
Christian Eriksen
Mynd: EPA
Rætt var um sjöttu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í hlaðvarpsþættinum Enski boltinn. Þeir Sæbjörn Steinke og Aksentije Milisic fóru yfir leikina og var meðal annars rætt um sóknarmanninn Marcus Rashford.

Rashford skoraði tvö mörk þegar Manchester United lagði Arsenal og er alls kominn með þrjú á tímabilinu.

„Rashford virðist vera að vakna sem er stórt því hann er mjög góður í skyndisóknabolta," sagði Aksentije.

„Það er bilaður hraði í honum en það hefur vantað upp á hvernig hann stillir sjálfum sér upp þegar hann er að skjóta," sagði Sæbjörn.

„Ég sagði við einn félaga minn eftir leikinn að í fyrra (á síðasta tímabili) hefði hann ekki verið að skora þessi mörk - markið á móti Liverpool og fyrra markið í þessum leik. Þá var hann að frjósa í stöðunni einn á móti einum. Það virðist eitthvað léttara yfir honum eftir að hann skoraði fyrsta markið. Það er vonandi fyrir United að hann haldi þessu áfram því hann er fullkominn í að stinga sér inn fyrir. Á meðan þú ert með Bruno fyrir aftan þá er þetta risavopn," sagði Aksentije sem valdi Christian Eriksen mann leiksins. Hann lagði upp seinna markið á Rashford.

„Gæðin í þessum gæja eru ótrúleg, mér finnst hann vera skila því sem við bjuggumst við frá okkar góða vin Paul Pogba. Hann er góður sem 'sexa' sem kom mér á óvart. Hann kemur niður, sækir boltann og finnur þessar sendingar á milli miðju og varnar," sagði Aksentije.

Rashford skoraði einungis fjögur mörk í úrvalsdeildinni á síðasta tímabili í 25 leikjum. Hann er 24 ára Englendingur sem uppalinn er hjá United.

Eriksen er þrítugur danskur miðjumaður sem kom á frjálsri sölu frá Brentford í sumar.
Enski boltinn - Velkomnir úr draumalandinu og flókið draumalið
Athugasemdir
banner
banner