Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
banner
   þri 09. nóvember 2021 13:30
Elvar Geir Magnússon
Reglurnar sem Xavi kynnti fyrir leikmönnum fyrir fyrstu æfingu
Xavi kemur með aukinn aga.
Xavi kemur með aukinn aga.
Mynd: EPA
Diario AS segir að Xavi Hernandez, nýr stjóri Barcelona, hafi fyrir fyrstu æfingu kynnt nýjar reglur fyrir leikmönnum sínum.

Xavi er farinn að láta til sín taka í nýju starfi og byrjaður að hreinsa til í sjúkraþjálfarateymi Barcelona.

Xavi hefur talað um að koma með aukinn aga í klefann hjá Barcelona en hann stýrði sinni fyrstu æfingu í dag. Stærstu nöfnin í hópnum voru fjarverandi, meiddir eða í landsliðsverkefni.

Þetta eru reglurnar sem Xavi hefur sett:

- Leikmenn þurfa að mæta að minnsta kosti einum og hálfum tíma fyrir æfingar.

- Starfsmenn verða að mæta tveimur tímum fyrir æfingu.

- Leikmenn verða að borða á Cuitat Esportiva æfingasvæðinu.

- Leikmenn verða sektaðir fyrir að mæta seint og sektirnar hækka ef brot eru endurtekin.

- Leikmenn verða að vera komnir heim til sín fyrir miðnætti ef það eru innan við 48 tímar í leik.

- Leikmenn vinna byrjunarliðssæti með frammistöðu á æfingu. Enginn leikmaður á fast sæti í liðinu.

- Tómstundaiðkun sem gæti skapað meiðsli er bönnuð meðan á tímabilinu stendur.

- Leikmenn verða að hegða sér sem leikmenn Barcelona, sama þó þeir séu í kringum félagið eða í fríi.
Athugasemdir
banner
banner