Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
   þri 09. nóvember 2021 10:00
Elvar Geir Magnússon
Xavi með hreinsanir í sjúkraþjáfarateymi Barcelona
Xavi í stjórastól Barcelona.
Xavi í stjórastól Barcelona.
Mynd: EPA
Ricard Pruna.
Ricard Pruna.
Mynd: EPA
Xavi er strax byrjaður að taka til hendinni á Nývangi eftir að hafa verið ráðinn stjóri Barcelona. Meiðslavandræði hafa herjað á Börsunga og Xavi telur að þar þurfi að taka til bak við tjöldin.

Xavi hefur tilkynnt tveimur sjúkraþjálfurum félagsins að þjónustu þeirra sé ekki óskað. Það eru þeir Juanjo Brau og Albert Roca sem báðir voru ráðnir í stjórnartíð Ronald Koeman.

Meiðslalisti Barcelona er langur og telur Xavi að verið sé að gera eitthvað rangt bak við tjöldin. Talið er að vandamálið hafi byrjað á undirbúningstímabilinu.

Xavi ætlar að ráða Jaume Munill og Ricard Pruna aftur til félagsins og eiga þeir að finna lausn á þessum meiðslavandræðum. Pruna vann hjá Barcelona í 25 ár en yfirgaf félagið á síðasta ári og starfar nú í Dubai.

Vöðvameiðsli eru algengasta vandamálið hjá Barcelona en Pedri, Ousmane Dembele, Sergi Roberto, Nico Gonzalez, Gerard Pique, Eric Garcia og Ansu Fati hafa misst af leikjum af þeim sökum.

Meiðslalisti Barcelona:
Sergino Dest
Gerard Pique
Sergi Roberto
Pedri
Martin Braithwaite
Ousmane Dembele
Neto
Sergio Aguero
Ansu Fati
Eric Garcia
Nico Gonzalez
Athugasemdir
banner
banner
banner