Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 10. janúar 2020 21:57
Brynjar Ingi Erluson
England: VAR tók mark af West Ham í uppbótartíma
Oli McBurnie fagnar marki sínu í kvöld
Oli McBurnie fagnar marki sínu í kvöld
Mynd: Getty Images
Sheffield Utd 1 - 0 West Ham
1-0 Oliver McBurnie ('54 )

Sheffield United lagði West Ham United 1-0 í fyrsta leik 22. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld en leikurinn fór fram á Bramall Lane.

Staðan var markalaus eftir fyrri hálfleikinn en á 54. mínútu í þeim síðari komst Sheffield United yfir með marki frá Oli McBurnie. David Martin, markvörður West Ham, gerði þá slæm mistök en hann ætlaði sér að senda á Fabian Balbuena, varnarmann liðsins, en boltinn rataði á John Fleck, sem keyrði inn vinstra megin í teiginn og lagði boltann út á McBurnie sem skoraði.

Sebastian Haller skoraði fyrir West Ham á 68. mínútu en var dæmdur rangstæður.

Þegar ein og hálf mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Robert Snodgrass eftir sendingu frá Declan Rice en VAR dæmdi markið af þar sem Rice handlék knöttinn í aðdraganda marksins.

Grátlegt fyrir West Ham og fyrsti tapleikur Moyes staðreynd. Lokatölur 1-0 fyrir Sheffield United sem fer upp í 5. sæti með 32 stig.
Athugasemdir
banner
banner