Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 10. janúar 2020 22:21
Brynjar Ingi Erluson
Rice brjálaður: Það vill enginn hafa VAR í leiknum
Declan Rice hatar VAR
Declan Rice hatar VAR
Mynd: Twitter
Enski landsliðsmaðurinn Declan Rice var allt annað en sáttur eftir 1-0 tap West Ham gegn Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en hann kvartaði þar sérstaklega yfir VAR.

Oli McBurnie skoraði mark Sheffield en dramatíkin var í lokin er Robert Snodgrass jafnaði metin. Þegar VAR skoðaði atvikið þá kom í ljós að boltinn fór í handlegginn á Rice í aðdragandanum.

Rice er ósáttur með notkunina á VAR og fullyrðir að enginn leikmaður deildarinnar vilji hafa þessa tækni í deildinni.

„Við erum allir brjálaðir. Það eru allir að sturlast í klefanum," sagði Rice.

„Það er erfitt að koma hingað og ég vil hrósa þeim sérstaklega fyrir. Við sköpuðum okkur nokkur færi og klúðruðum nokkrum en það var erfitt að kyngja þessu sem gerðist í lokin því að ná í stig á útivelli hefði reynst okkur vel."

„Ég var að horfa á endursýninguna. Hann setti boltann í handlegginn á mér og ef þú ert að hlapa með hendurnar eins og ég gerði þá er þetta hendi í dag en þetta var ekki viljandi. Þetta var spark í magann."

„Ég er nokkuð viss um það að hver einasti leikmaður deildarinnar vilji ekki hafa VAR í leiknum. Það hafa verið svo margar fáránlega ákvarðanir á þessu tímabili. Þeir voru að fagna VAR eins og þetta væri mark og fótbolti á ekki að vera þannig. Við erum ekki ánægðir en þetta er í leiknum núna og við verðum bara að taka því."

„Ég bara get ekki komist yfir þetta því hann fleytir boltanum í höndina á mér og algert óviljaverk. Ég var í skýjunum eftir að hafa hlaupið 20 metra upp völlinn og lagt boltann fyrir Snodgrass,"
sagði hann í lokin.




Athugasemdir
banner
banner
banner