Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   sun 10. mars 2024 10:52
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Brotthvarf Klopp hefur ekki áhrif á framtíð Salah
Mynd: EPA

Mohamed Salah leikmaður Liverpool sagði í viðtali við Jamie Carragher hjá Sky Sports að sú staðreynd að Jurgen Klopp sé að yfirgefa félagið í sumar muni ekki hafa áhrif á framtíð Egyptans hjá félaginu.


Salah er orðinn 31 árs gamall og var mikið orðaður við félög í Sádí-Arabíu síðasta sumar.

„Nei. Þetta er hluti af þessu núna, allir hverfa á brott. Leikmenn hafa þegar farið, mjög mikilvægir leikmenn. Stjórinn er líka mjög mikilvægur fyrir félagið og er að fara. Einn daginn mun ég fara en nei, að Klopp sé að fara hefur ekki áhrif á framtíð mína," sagði Salah.

Þessi ákvörðun hjá Klopp kom Salah í opna skjöldu.

„Við fundum venjulega ekki klukkan 10:30 að morgni. Ég var mjög hissa þegar okkur var tjáð að það væri fundur á þessum tíma," sagði Salah.

„Umboðsmaðurinn hans var á æfingasvæðinu og ég hugsaði: 'Hann er að fara skrifa undir nýjan samning'. Rétt fyrir fundinn sagði Van Dijk: 'Veistu hvað fundurinn snýst um?' Ég svaraði neitandi og þá sagði hann að stjórinn væri að fara. Ég sagði: 'Er þér alvara? af hverju?' þá sagði hann: 'Ekki hugmynd'."

„Svo kom stjórinn og sagði þetta og það var skrítið því það vissi þetta enginn. Það var ekkert um þetta í fjölmiðlum. Hann var ekki einu sinni búinn að undirbúa okkur undir þetta. Þetta var skrítinn dagur fyrir okkur og félagið," sagði Salah að lokum.


Athugasemdir
banner
banner
banner