Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 10. mars 2024 17:44
Ívan Guðjón Baldursson
England: Jafnt í fjörugum toppslag á Anfield
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Liverpool 1 - 1 Man City
0-1 John Stones ('23)
1-1 Alexis Mac Allister ('50, víti)

Liverpool og Manchester City áttust við í stórleik í titilbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar og úr varð mikið fjör.

Það var gríðarlega mikill hraði í leiknum og voru Liverpool fyrri til að setja boltann í netið en ekki dæmt mark vegna rangstöðu. Það voru svo gestirnir frá Manchester sem tóku forystuna á 23. mínútu þegar John Stones skoraði eftir skemmtilega útfærða hornspyrnu, en varnarleikur Liverpool var ekki upp á marga fiska.

Heimamenn voru sterkari aðilinn eftir að hafa lent undir og komust nálægt því að jafna fyrir leikhlé en tókst ekki.

Staðan var 0-1 í leikhlé en það tók Liverpool ekki langan tíma að jafna þegar leikurinn fór aftur af stað. Darwin Núnez komst þá inn í slæma sendingu frá Nathan Aké sem átti að fara á Éderson. Nunez var fyrri til boltans og endaði Ederson á að brjóta af sér og var dæmd vítaspyrna, sem Alexis Mac Allister skoraði örugglega úr.

Leikmenn Liverpool vildu sjá dæmt rautt spjald á Ederson fyrir brot sem aftasti varnarmaður, en liturinn var gulur. Ederson meiddist í tæklingunni og spilaði áfram í nokkrar mínútur áður en varamarkvörðurinn Stefan Ortega fékk að spreyta sig.

Leikurinn var áfram gríðarlega hraður og fengu bæði lið tækifæri til að skora sem fóru forgörðum. Caoimhin Kelleher varði vel, Jérémy Doku átti skot í stöng og klúðraði Luis Diaz öðru dauðafæri, en hvorugu liði tókst að skora.

Liverpool herjaði á mark City í uppbótartímanum og vildu lærisveinar Jürgen Klopp fá vítaspyrnu, en fengu ekki.

Lokatölur urðu 1-1 og heldur Arsenal því toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Liverpool er í öðru sæti á markatölu og kemur Man City einu stigi á eftir toppliðunum. Það eru tíu ótrúlega spennandi umferðir eftir af deildartímabilinu, en Man City á næst heimaleik gegn Arsenal í svakalegum titilbaráttuslag 31. mars.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner