Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   sun 10. mars 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópa í dag - Spennandi slagir í sterkustu deildunum
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það er nóg um að vera í evrópska fótboltanum í dag þar sem fjórir leikir eru á dagskrá á Ítalíu og fjórir á Spáni.

AC Milan tekur á móti Empoli í Serie A deildinni áður en Juventus og Atalanta mætast í spennandi slag í baráttunni um evrópusæti.

Fiorentina og Roma eigast við í síðasta leik dagsins á Ítalíu, í spennandi evrópuslag þar sem Roma hefur verið á blússandi siglingu undir stjórn Daniele De Rossi og getur gert atlögu að meistaradeildarsæti. Fiorentina er fimm stigum þar á eftir, en markaskorunin hjá liðinu hefur ekki verið nægilega góð.

Athletic Bilbao heimsækir Las Palmas í La Liga og getur komist tveimur stigum frá Atlético Madrid í síðasta meistaradeildarsætinu með sigri. Þetta er einnig afar mikilvægur leikur fyrir Las Palmas sem er í baráttu um evrópusæti.

Topplið Real Madrid mætir svo fallbaráttuliði Celta Vigo og getur endurheimt sjö stiga forystu með sigri, en Celta verður ekki auðveld bráð þar sem liðið er tveimur stigum frá falli og mun berjast með kjafti og klóm.

Að lokum eigast Real Betis og Villarreal við í kvöldleiknum, en Betis getur endurheimt evrópusæti með sigri á meðan Villarreal siglir lygnan sjó tíu stigum neðar.

Í þýska boltanum eru þrír leikir framundan, þar sem topplið Bayer Leverkusen fær Wolfsburg í heimsókn í lokaleik dagsins.

Leverkusen er enn taplaust á tímabilinu þó að liðið hafi óvænt verið nálægt því að tapa útileik gegn Qarabag í Evrópudeildinni á dögunum. Leverkusen er með sjö stiga forystu á FC Bayern og virðist líklegt til að binda enda á þá ótrúlegu einokun sem hefur átt sér stað þegar kemur að Þýskalandsmeistaratitlinum. Bayern hefur orðið Þýskalandsmeistari síðustu ellefu ár í röð.

Að lokum er það PSG sem mætir til leiks í hádegisleik franska boltans. Stórveldið tekur á móti Reims og getur aukið forystu sína á toppi Ligue 1 í tólf stig með sigri.

Hákon Arnar Haraldsson og félagar í Lille eiga þá heimaleik gegn Rennes í dag og þurfa sigur í baráttunni um meistaradeildarsæti.

Serie A:
11:30 Lecce - Verona
14:00 Milan - Empoli
17:00 Juventus - Atalanta
19:45 Fiorentina - Roma

La Liga:
13:00 Alaves - Rayo Vallecano
15:15 Las Palmas - Athletic Bilbao
17:30 Real Madrid - Celta Vigo
20:00 Real Betis - Villarreal

Bundesliga:
14:30 Bochum - Freiburg
16:30 Eintracht Frankfurt - Hoffenheim
18:30 Leverkusen - Wolfsburg

Ligue 1:
12:00 PSG - Reims
14:00 Le Havre - Toulouse
14:00 Strasbourg - Monaco
14:00 Metz - Clermon
16:05 Lille - Rennes
19:45 Marseille - Nantes
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 33 17 7 9 59 39 +20 58
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Frosinone 34 7 10 17 43 63 -20 31
17 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
18 Udinese 33 4 16 13 31 50 -19 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 34 2 9 23 26 73 -47 15
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 30 25 5 0 75 20 +55 80
2 Bayern 30 21 3 6 87 37 +50 66
3 Stuttgart 30 20 3 7 68 36 +32 63
4 RB Leipzig 30 18 5 7 69 34 +35 59
5 Dortmund 30 16 9 5 58 35 +23 57
6 Eintracht Frankfurt 30 11 12 7 46 40 +6 45
7 Freiburg 30 11 7 12 42 53 -11 40
8 Augsburg 30 10 9 11 48 49 -1 39
9 Hoffenheim 31 11 6 14 55 63 -8 39
10 Heidenheim 30 8 10 12 43 52 -9 34
11 Werder 30 9 7 14 38 50 -12 34
12 Gladbach 30 7 10 13 53 60 -7 31
13 Wolfsburg 30 8 7 15 35 50 -15 31
14 Bochum 31 6 12 13 37 62 -25 30
15 Union Berlin 30 8 5 17 26 50 -24 29
16 Mainz 30 5 12 13 31 48 -17 27
17 Köln 30 4 10 16 23 53 -30 22
18 Darmstadt 30 3 8 19 30 72 -42 17
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 33 26 6 1 71 22 +49 84
2 Barcelona 32 21 7 4 64 37 +27 70
3 Girona 32 21 5 6 67 40 +27 68
4 Atletico Madrid 32 19 4 9 59 38 +21 61
5 Athletic 32 16 10 6 52 30 +22 58
6 Real Sociedad 33 13 12 8 46 35 +11 51
7 Betis 32 12 12 8 40 38 +2 48
8 Valencia 32 13 8 11 35 34 +1 47
9 Villarreal 32 11 9 12 51 55 -4 42
10 Getafe 32 9 13 10 38 44 -6 40
11 Osasuna 32 11 6 15 37 46 -9 39
12 Sevilla 32 9 10 13 41 45 -4 37
13 Las Palmas 32 10 7 15 30 39 -9 37
14 Alaves 32 9 8 15 28 38 -10 35
15 Vallecano 32 7 13 12 27 39 -12 34
16 Mallorca 32 6 13 13 26 38 -12 31
17 Celta 32 7 10 15 37 47 -10 31
18 Cadiz 32 4 13 15 22 45 -23 25
19 Granada CF 32 3 9 20 33 61 -28 18
20 Almeria 32 1 11 20 31 64 -33 14
Athugasemdir
banner
banner