Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 10. mars 2024 10:29
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Foden fær vel borgað hjá City - Lamine Yamal til PSG?
Powerade
Phil Foden
Phil Foden
Mynd: Getty Images
Pedro Neto
Pedro Neto
Mynd: EPA
Lamine Yamal
Lamine Yamal
Mynd: Getty Images

Slúðurpakki dagsins er kominn í hús. Slúðrið er tekið saman af BBC af öllum helstu miðlum heims.


Phil Foden, 23, miðjumaður Man City er að hefja samningaviðræður við félagið en hann gæti orðið einn launahæsti leikmaður liðsins. (Football Insider)

City er síðasta liðið til að vera orðað við Pedro Neto sóknarmann Wolves en Liverpool, Newcastle og Arsenal hafa áður verið nefnd til sögunnar. Wolves setur amk 60 milljón punda verðmiða á hann. (Telegraph)

Man Utd vill fá ungan vinstri bakvörð í sumar og mun skrifa niður óskalista um leið og búið er að græja nýju stjórnina. (Fabrizio Romano)

United vill einnig fá Leny Yoro, 18, miðvörð Lille. Félagið gæti borgað 41 milljón punda fyrir hann. (Teamtalk)

Tottenham er að íhuga að blanda sér í baráttuna um Nico Williams, 21, sóknarmann Athletic Bilbao en Arsenal og Chelsea hafa einnig áhuga. (Mirror)

Það er bjartsýni hjá Tottenham að Son Heung-min muni samþykkja nýjan samning. Núgildandi samningur hans rennur út sumarið 2025.

Samningaviðræður milli Conor Gallagher og Chelsea hafa verið settar á ís vegna fjárhagsvandræða hjá félaginu. (Football Insider)

Liverpool og Arsenal setja meira púður í að fá Joao Palhinha frá Fulham. Bayern Munchen sem reyndi að næla í hann síðasta sumar hefur enn áhuga. (Teamtalk)

Liverpool mun staðfesta komu Michael Edwards í næstu viku. Richard Hughes mun verða yfirmaður fótboltamála. (Sky Sports)

Brentford mun þurfa að lækka verðmiðann á Ivan Toney svo að Arsenal og Chelsea hafi áhuga á að fá hann. (Mirror)

AC Milan fylgist grant með gangi mála hjá Tosin Adarabioyo varnarmanni Fulham en samningur hans við enska félagið rennur út næsta sumar. (Calciomercato)

PSG er tilbúið að borga 200 milljónir evra til að næla í Lamine Yamal, 16, vængmann Barcelona. (Marca)

Newcastle hefur fengið tækifæri til að fá Mario Dorgeles, 19, miðjumann danska félagsins Nordsjælland. (Chronicle)


Athugasemdir
banner
banner
banner