Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 10. mars 2024 18:23
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikar kvenna: Grindavík vann í níu marka slag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík 5 - 4 FHL
1-0 Mist Smáradóttir ('10 )
1-1 Christa Björg Andrésdóttir ('23 )
1-2 Björg Gunnlaugsdóttir ('29 )
2-2 Una Rós Unnarsdóttir ('32 )
3-2 Ísabel Jasmín Almarsdóttir ('50 )
4-2 Sigríður Emma F. Jónsdóttir ('53 )
5-2 Sigríður Emma F. Jónsdóttir ('64 )
5-3 Christa Björg Andrésdóttir ('69 )
5-4 Björg Gunnlaugsdóttir ('90 )

Grindavík og FHL áttust við í eina leik dagsins í B-deild Lengjubikars kvenna og úr varð afar fjörug viðureign, þar sem staðan var jöfn 2-2 í leikhlé.

Grindavík komst í þriggja marka forystu eftir leikhlé en FHL var ekki á því að gefast upp og náði að minnka muninn aftur niður í eitt mark.

Lokatölur urðu 5-4 þar sem Sigríður Emma F. Jónsdóttir var atkvæðamest í sigurliði Grindvíkinga með tvennu, en Mist Smáradóttir, Una Rós Unnarsdóttir og Ísabel Jasmín Almarsdóttir komust einnig á blað.

Christa Björg Andrésdóttir og Björg Gunnlaugsdóttir skoruðu sitthvora tvennuna fyrir FHL.

Grindavík er með sjö stig eftir fimm umferðir á meðan FHL vermir botnsæti B-deildarinnar, með eitt stig úr fjórum leikjum.
Athugasemdir
banner
banner