Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 10. mars 2024 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Michael Edwards verður kynntur í vikunni
Mynd: Getty Images
Sky Sports heldur því fram að Michael Edwards verði kynntur sem nýr starfsmaður Liverpool í komandi viku.

Edwards snýr þá aftur til félagsins sem hann yfirgaf fyrir tveimur árum.

Hann hafnaði því fyrst að snúa aftur til Liverpool en skipti um skoðun eftir samtal við eigendur Fenway Sports Group, sem eru meirihlutaeigendur í Liverpool.

Edwards mun starfa sem yfirmaður alls fótboltatengds hjá Liverpool og verður Richard Hughes ráðinn sem hans hægri hönd. Hughes mun fá titilinn yfirmaður fótboltamála þegar Liverpool tekst að stela honum frá Bournemouth.

Edwards mun einnig taka að sér önnur verkefni innan Fenway Sports Group, sem er meirihlutaeigandi í Boston Red Sox og Pittsburgh Penguins meðal annars.

PSG, Real Madrid, Chelsea og Manchester United höfðu öll áhuga á að ráða Edwards eftir að hann sagði upp starfi sínu hjá Liverpool, en það varð ekkert úr viðræðum við félögin. Edwards vildi fá stærra og fjölbreyttara verkefni.

Eitt af fyrstu verkefnunum sem Edwards og Hughes munu takast á við verður að finna verðugan arftaka fyrir Jürgen Klopp, fráfarandi þjálfara Liverpool.

Xabi Alonso og Ruben Amorim eru taldir vera efstir á óskalista Liverpool sem stendur.
Athugasemdir
banner
banner
banner