Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 10. mars 2024 20:41
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Leverkusen sigraði tíu leikmenn Wolfsburg
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Bayer Leverkusen var að vinna sinn sjötta deildarleik í röð í efstu deild þýska boltans, þar sem lærisveinar Xabi Alonso tóku á móti Wolfsburg í síðasta leik dagsins.

Heimamenn voru sterkari aðilinn og gáfu ekki færi á sér, en gestirnir frá Wolfsburg misstu Moritz Jenz af velli með tvö gul spjöld eftir 28 mínútur.

Það leið ekki á löngu þar til Nathan Tella tók forystuna fyrir Leverkusen, með skalla eftir frábæran undirbúning frá Alejandro Grimaldo sem er að eiga stórkostlegt fyrsta tímabil með sínu nýja félagi.

Leverkusen var við stjórn en tókst ekki að innsigla sigurinn fyrr en á lokakaflanum, þegar Florian Wirtz kom boltanum í netið á 86. mínútu.

Leverkusen er með tíu stiga forystu á FC Bayern þegar níu umferðir eru eftir af titilbaráttunni.

Eintracht Frankfurt og Freiburg unnu einnig sína leiki í dag, þar sem Mario Götze skoraði og lagði upp í 3-1 sigri Frankfurt gegn Hoffenheim.

John Anthony Brooks kom Hoffenheim yfir snemma leiks en fékk svo að líta beint rautt spjald á 22. mínútu. Tíu leikmenn Hoffenheim réðu ekki við fullskipað lið heimamanna í Frankfurt og voru aðeins níu eftir á vellinum undir lokin, eftir að Ozan Kabak var einnig rekinn útaf.

Michael Gregoritsch skoraði þá og lagði upp í 1-2 sigri Freiburg í Bochum.

Leverkusen 2 - 0 Wolfsburg
1-0 Nathan Tella ('37 )
2-0 Florian Wirtz ('86 )
Rautt spjald: Moritz Jenz, Wolfsburg ('28)

Eintracht Frankfurt 3 - 1 Hoffenheim
0-1 John Brooks ('6 )
1-1 Robin Koch ('32 )
2-1 Eric Ebimbe ('50 )
3-1 Mario Gotze ('64 )
Rautt spjald: John Brooks, Hoffenheim ('22)
Rautt spjald: Ozan Kabak, Hoffenheim ('78)

Bochum 1 - 2 Freiburg
0-1 Maximilian Eggestein ('36 )
0-2 Michael Gregoritsch ('53 )
1-2 Ivan Ordets ('62 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 30 25 5 0 75 20 +55 80
2 Bayern 30 21 3 6 87 37 +50 66
3 Stuttgart 30 20 3 7 68 36 +32 63
4 RB Leipzig 30 18 5 7 69 34 +35 59
5 Dortmund 30 16 9 5 58 35 +23 57
6 Eintracht Frankfurt 30 11 12 7 46 40 +6 45
7 Freiburg 30 11 7 12 42 53 -11 40
8 Augsburg 30 10 9 11 48 49 -1 39
9 Hoffenheim 31 11 6 14 55 63 -8 39
10 Heidenheim 30 8 10 12 43 52 -9 34
11 Werder 30 9 7 14 38 50 -12 34
12 Gladbach 30 7 10 13 53 60 -7 31
13 Wolfsburg 30 8 7 15 35 50 -15 31
14 Bochum 31 6 12 13 37 62 -25 30
15 Union Berlin 30 8 5 17 26 50 -24 29
16 Mainz 30 5 12 13 31 48 -17 27
17 Köln 30 4 10 16 23 53 -30 22
18 Darmstadt 30 3 8 19 30 72 -42 17
Athugasemdir
banner
banner