Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 10. apríl 2019 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hazard fer í sumar - Orðaður við Liverpool og Dortmund
Mynd: Getty Images
Belgíski landsliðsmaðurinn Thorgan Hazard mun yfirgefa Borussia Mönchengladbach í sumar. Max Eberl, yfirmaður knattspyrnumála hjá Gladbach, staðfestir þetta.

Thorgan er yngri bróðir Eden Hazard, sem leikur með Chelsea.

Hann hefur leikið mjög vel með Gladbach á leiktíðinni, skorað 14 mörk og lagt upp níu í 37 leikjum í öllum keppnum.

Hinn 26 ára gamli Hazard rennur út á samningi eftir næstu leiktíð og ætlar Gladbach að selja hann í sumar í stað þess að missa hann á frjálsri sölu.

„Thorgan hefur sagt okkur að hann ætli ekki að framlengja samning sinn og að hann vilji fara í sumar til að taka næsta skref," sagði Eberl við Sky í Þýskalandi.

„Svona er þetta því miður fyrir okkur."

Thorgan hefur verið orðaður við Borussia Dortmund, en Liverpool er einnig nefnt í umræðunni.



Athugasemdir
banner
banner
banner