Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 10. maí 2022 14:30
Elvar Geir Magnússon
Tvö aukasæti í breyttri Meistaradeild
Mynd: Getty Images
UEFA mun gefa tvö aukasæti í Meistaradeildina frá og með 2024 sem byggist á árangri landa í Evrópukeppnum. Liðum í keppninni verður fjölgað úr 32 í 36.

Áætlanir um breytt fyrirkomukag Meistaradeildarinnar hafa breyst aðeins en hvert lið mun keppa átta leiki í deildarfyrirkomulagi en ekki tíu eins og upphaflega var hugmyndin.

Þetta var samþykkt á fundi UEFA í dag.

Tvö félög sem ekki komust í Meistaradeildina í gegnum sína deild munu geta komist í keppnina. Liðin tvö koma frá löndum sem náðu bestum árangri undanfarið ár í Evrópukeppnum.

England og Holland myndu sem dæmi fá þessi sæti ef nýtt kerfi tæki gildi á þessu tímabili.

Á fjórum af síðustu fimm árum hefði England fengið annað af aukasætunum og í sex skipti á síðustu tíu árum.
Athugasemdir
banner
banner
banner