Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 10. júní 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Búið að staðfesta eigendaskipti Fiorentina
Mynd: Getty Images
Búið er að staðfesta eigendaskipti Fiorentina. Ítalsk-bandaríski viðskiptamaðurinn Rocco Commisso greiðir á milli 160-170 milljónir evra fyrir félagið.

Commisso kaupir félagið af Della Valle bræðrunum, Diego og Andrea, sem björguðu félaginu frá gjaldþroti 2002 og komu því aftur upp í deild þeirra bestu.

Fiorentina er vanalega Evrópubaráttulið en var óvænt nálægt því að falla í ár þrátt fyrir góðan fyrri hluta tímabils.

Commisso reyndi að kaupa AC Milan í fyrra en Li Yonghong hafnaði tilboði hans áður en hann missti félagið til Elliott Management vegna ógoldinna lána.

Commisso, sem er fæddur á Ítalíu, á fimmtu stærstu kapalsjónvarpsstöð Bandaríkjanna og ruðningslið New York Cosmos. Hann er á lista Forbes yfir 500 ríkustu menn Bandaríkjanna.
Athugasemdir
banner
banner
banner