Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 10. júní 2022 23:18
Brynjar Ingi Erluson
Framtíð Derby enn í lausu lofti
Mynd: Getty Images
Framtíð enska C-deildarfélagsins Derby County hangir enn í lausu lofti eftir að viðskiptamaðurinn Chris Kirchner missti af frestinum til að ganga frá kaupum á félaginu í dag.

Derby hefur verið í greiðslustöðvun síðan í september en í apríl var greint frá því að Kirchner hafi komist að samkomulagi um að kaupa félagið.

Hann hafði frest til klukkan 17:00 í dag til sýna fram á það að hann gæti keypt félagið en það hefur ekki skilað sér í tæka tíð og eru því stjórnendur félagsins farnir að ræða við aðra aðila.

EFL-sambandið á Englandi hefur kallað eftir upplýsingum frá Derby hvernig það á að koma félaginu úr greiðslustöðvun en það styttist í að leikjafyrirkomulagið fyrir næsta tímabil verður kynnt.

Mike Ashley, fyrrum eigandi Newcastle United, er sagður hafa mikinn áhuga á því að festa kaup á Derby. Viðskiptamaðurinn David Clowes hefur þegar komist um samkomulag um kaup á Pride Park, heimavelli Derby, en hann hefur einnig áhuga á að kaupa félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner