Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 10. ágúst 2022 15:22
Elvar Geir Magnússon
Damsgaard til Brentford (Staðfest)
Mikkel Damsgaard.
Mikkel Damsgaard.
Mynd: Getty Images
Danski miðjumaðurinn Mikkel Damsgaard hefur staðist læknisskoðun hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Brentford og samþykkt fimm ára samning.

Þessi 22 ára leikmaður er keyptur frá Sampdoria á 12,7 milljónir punda og er sjötti leikmaðurinn sem Brentford fær til sín í sumar.

Damsgaard lék 49 leiki í öllum keppnum fyrir Sampdoria en spilaði aðeins ellefu leiki á síðasta tímabili þar sem hann var að glíma við meiðsli.

Damsgaard hefur spilað sextán landsleiki fyrir Danmörku og skorað tvö mörk, annað þeirra var eftirminnilegt aukaspyrnumark gegn Englandi á Wembley á EM alls staðar.

Brentford byrjaði nýtt tímabil í ensku úrvalsdeildinni með 2-2 jafntefli gegn Leicester síðasta sunnudag og Damsgaard gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir nýja vinnuveitendur á laugardag, gegn Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner