Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 10. september 2021 20:18
Victor Pálsson
Koeman svarar Pjanic - Var ekki nógu góður fyrir Barcelona
Mynd: Getty Images
Miralem Pjanic var einfaldlega ekki nógu góður fyrir lið Barcelona að sögn stjóra liðsins, Ronald Koeman.

Pjanic kvartaði undan Koeman fyrr í þessum mánuði og sagði Hollendinginn hafa sýnt sér takmarkaða virðingu áður en hann samdi við Besiktas.

Pjanic var alls ekki fyrsti maður á blað undir stjórn Koeman og skrifaði þess vegna undir lánssamning í Tyrklandi.

Pjanic sagði á meðal annars að Koeman hafi aldrei rætt við sig undir fjögur augu og að virðingin hafi verið lítil sem engin þeirra á milli.

„Ég held að hann hafi verið örlítið pirraður sem ég skil," sagði Koeman í samtali við Mundo Deportivo.

„En miðað við hvernig við spilum og okkar hugmyndir með boltann þá tapaði hann baráttunni við hina miðjumennina og meira var það ekki."

„Ég óska honum alls hins besta. Þetta hefur verið flókin staða. Við reyndum og reyndum og við höfum séð að það eru betri leikmenn hér en hann."
Athugasemdir
banner
banner
banner