Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 10. október 2018 21:59
Brynjar Ingi Erluson
„Leyfið Benzema að spila fyrir aðra þjóð"
Karim Benzema, leikmaður Real Madrid.
Karim Benzema, leikmaður Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Karim Djaziri, fyrrum umboðsmaður Karim Benzema sem spilar hjá Real Madrid, er ósáttur við framkomu franska knattspyrnusambandsins í garð leikmannsins.

Noel De Graet, forseti franska knattspyrnusambandsins, sagði frá því á dögunum að Benzema ætti líklega aldrei aftur möguleika á því að spila fyrir Frakkland.

Benzema hefur ekki spilað fyrir Frakkland í þrjú ár enn þá var opinberaður skandall sem tengdist Benzema og Mathias Valbuena, leikmanni franska landsliðsins. Það var reynt að kúga fé út úr Valbuena og var Benzema milliliður í því.

Hann hefur ekki spilað síðan en forseti franska knattspyrnusambandsins hefur nánast útilokað að Benzema spili aftur.

Djaziri, sem var áður umboðsmaður Benzema, vill að leikmaðurinn fái að spila fyrir aðra þjóð. Benzema er af alsírskum uppruna og gat því áður spilað fyrir Alsír en valdi Frakkland.

„Noel, þú ákvaðst að binda endi á landsliðsferil Benzema í júní á þessu ári og núna ertu aftur að því. Þú ert að móðga hann," sagði Djaziri.

„Hvað er málið? Líður þér illa yfir einhverju? Skrifaðu til FIFA og leyfðu honum að spila fyrir aðra þjóð og sjáum hvort þetta sé búið hjá honum," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner