Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 11. janúar 2020 19:26
Brynjar Ingi Erluson
England: Liverpool með 16 stiga forystu eftir sigur á Tottenham
Jürgen Klopp hafði betur gegn Jose Mourinho í dag
Jürgen Klopp hafði betur gegn Jose Mourinho í dag
Mynd: Getty Images
Tottenham 0 - 1 Liverpool
0-1 Roberto Firmino ('37 )

Liverpool er með sextán stiga forystu í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 1-0 sigur á Tottenham Hotspur í kvöld en leikurinn fór fram í London.

Leikurinn byrjaði með látum en Japhet Tanganga byrjaði í vörn Tottenham. Hann var að spila sinn fyrsta leik og byrjaði á því að hreinsa af línu eftir ágætis tilraun Roberto Firmino. Alex Oxlade-Chamberlain átti þá í kjölfarið þrumuskot í stöng.

Á 36. mínútu náði Firmino hins vegar að koma boltanum í netið eftir stutta sendingu frá Mohamed Salah í teignum. Firmino tók skemmtilega hreyfingu áður en hann skaut boltanum í netið.

Tottenham-liðið var töluvert ferskara í þeim síðari og fékk liðið nokkur færi en Giovani Lo Celso, sem kom inná sem varamaður, fékk gullið tækifæri til að jafna en skaut framhjá á einhvern ótrúlegan hátt.

Lokatölur 1-0 fyrir Liverpool og 20 sigur liðsins í deildinni af 21 mögulegum. Liðið er með 61 stig í efsta sæti deildarinnar eða 16 stigum á undan Leicester og 17 stigum á undan Manchester City sem er í 3. sæti.
Athugasemdir
banner
banner