Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 11. mars 2021 23:14
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Stórsigrar hjá Árborg og Berserkjum
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Árborg og Berserkir unnu stórsigra í Lengjubikarnum í dag. Árborg skoraði fimm gegn Vængjum Júpíters á meðan Berserkir settu sex gegn Afríku.

Árborg leiddi 4-1 í hálfleik gegn Vængjum Júpíters og skoraði Ingi Rafn Ingibergsson strax eftir opinber félagaskipti sín frá Selfossi.

Lokatölur urðu 5-2 og var þetta fyrsti leikur Árborgar í Lengjubikarnum í ár.

Tristan Egill Elvuson Hirt og Hjörtur Guðmundsson settu þá tvennu hvor er Berserkir unnu Afríku 6-1.

Berserkir eru með þrjú stig eftir tvær umferðir en þeir töpuðu fyrir Stokkseyri í fyrstu umferð. Afríka er án stiga og með markatöluna 2-13.

Árborg 5 - 2 Vængir Júpíters
1-0 Halldór Snær Georgsson ('38, sjálfsmark)
2-0 Guðmundur Aðalsteinn Sveinsson ('40)
3-0 Magnús Ingi Einarsson ('42)
3-1 Árni Steinn Sigursteinsson ('45)
4-1 Ingi Rafn Ingibergsson ('46)
5-1 Aron Freyr Margeirsson ('75)
5-2 Árni Steinn Sigursteinsson ('87)

Berserkir 6 - 1 Afríka
1-0 Tristan Egill Elvuson Hirt ('19)
1-1 Cedrick Mukya ('25)
2-1 Tristan Egill Elvuson Hirt ('33)
3-1 Hjörtur Guðmundsson ('66)
4-1 Sölvi Þrándarson ('71)
5-1 Hjörtur Guðmundsson ('82)
6-1 Jón Steinar Ágústsson ('84)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner