Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mán 11. mars 2024 16:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ert þú Íslendingur fæddur '95 og spilar bakvörð? Við viljum fá þig!
Davíð Kristján í leiknum á laugardag.
Davíð Kristján í leiknum á laugardag.
Mynd: Cracovia
Davíð Kristján Ólafsson varð um helgina nýjasti Íslendingurinn til að spila í pólsku úrvalsdeildinni. Davíð skoraði eina mark Cracovia í 1-1 jafntefli gegn Korona Kielce þegar hann þreytti frumraun sína.

Davíð er vinstri bakvörður sem kom til Cracovia frá sænska félaginu Kalmar í síðasta mánuði.

Það er áhugaverð staðreynd að fjórir af fimm síðustu Íslendingum sem hafa spilað í pólsku úrvalsdeildinni geta spilað bakvörð. Adam Örn Arnarson lék með Gornik Zabrze, Böðvar Böðvarsson lék með Jagiellonia og Daníel Leó Grétarsson lék með Slask Wroclaw. Þeir léku allir með U21 landsliði Íslands í undankeppni EM2017.

Merkilegra er að allir bakverðirnir eru fæddir árið 1995. Adam og Davíð eru uppaldir hjá Breiðabliki, Daníel hjá Grindavík og Böðvar hjá FH.

Ef Pólverjar eru að leita að fleiri Íslendingum sem geta spilað bakvörð og eru fæddir árið 1995 þá er hægt að benda þeim á Hjört Hermannsson, Orra Sigurð Ómarsson og Heiðar Ægisson sem voru á sama tíma í U21 landsliðinu og þeir Adam, Böðvar, Daníel og Davíð.

Fimmti Íslendingurinn er svo fyrrum bandaríski landsliðsmaðurinn Aron Jóhannsson sem fór frá Lech Poznan til Vals eftir tímabilið 2021.
Athugasemdir
banner
banner