Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 11. mars 2024 23:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Palmer var tilbúinn að spila - „Þá hefði ég ekki trúað því"
Cole Palmer.
Cole Palmer.
Mynd: EPA
Segir að leikmenn Chelsea elski Pochettino.
Segir að leikmenn Chelsea elski Pochettino.
Mynd: Getty Images
Cole Palmer átti frábæran leik í kvöld þegar Chelsea vann 3-2 sigur gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni. Hann skoraði bæði og lagði upp, en hann hefur verið besti leikmaðurinn á erfiðu tímabili hjá Chelsea.

„Úrslitin hafa ekki verið að falla með okkur en það var gott að ná í sigur í kvöld. Við sýndum ástríðu og hugrekki til að ná seinni boltunum. Sem ungt lið þá munum við gera mistök," sagði Palmer eftir leikinn.

Palmer yfirgaf Manchester City síðasta sumar til að ganga í raðir Chelsea. Þó liðinu hafi ekki gengið vel, þá er það ákvörðun sem Palmer sér ekki eftir.

„Mér fannst ég vera tilbúinn til að spila í hverri einustu viku og það var ástæðan fyrir því að ég skipti. Ég vildi sýna mína hæfileika og það hefur borgað sig. Það var mjög erfið ákvörðun að fara frá City þar sem ég hafði verið þar frá sex ára aldri. En ég var tilbúinn að spila fótbolta og fór því til Chelsea."

Palmer er núna inn í myndinni hjá enska landsliðinu fyrir EM. „Ef þú hefðir sagt mér fyrir tímabilið að ég ætti möguleika á að fara á EM, þá hefði ég ekki trúað því. Ég tek hvern leik fyrir sig og sé hvað gerist í sumar."

„Það eru miklir hæfileikar hjá Chelsea en þið hafið ekki séð það til þessa. Þið munu sjá það fyrr eða síðar," sagði Palmer en hann er mjög ánægður með það starf sem Mauricio Pochettino, stjóri liðsins, er að vinna.

„Það er mikilvægt að vinna fótboltaleiki og þá verða stuðningsmennirnir ánægðir. Pochettino kemur frábærlega fram við okkur og leikmennirnir elska hann. Ég er viss um að stuðningsmennirnir munu gera það líka."
Athugasemdir
banner
banner