Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
   mið 11. maí 2022 22:55
Sverrir Örn Einarsson
Jón Þór: Buðum upp á svæði og pláss sem þú getur ekki á móti Val
Jón Þór Hauksson
Jón Þór Hauksson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég var virkilega ánægður með fyrri hálfleikinn hjá okkur. Mér fannst hann góður mér fannst karakter í liðinu eins og við töluðum um eftir Blikaleikinn að svara því og mér fannst við gera það í fyrri hálfleik og mér fannst við gera það vel. Við hefðum getað verið sjálfir í 1-0 stöðu í hálfleik en í staðinn þá fáum við mark í grímuna á lokasekúndum fyrri hálfleiks og svo eftir annað markið þá riðlaðist okkar leikur og Valsarar bara nýttu sér það.“ Sagði Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA eftir 4-0 tap Skagamann gegn Val á Origovellinum í kvöld aðspurður um sín fyrstu viðbrögð eftir leik.

Lestu um leikinn: Valur 4 -  0 ÍA

Vörn ÍA var þétt í fyrri hálfleik og hleypti Val lítið að marki sínu. Valsmenn skoruðu þó á lokasekúndum fyrri hálfleiks og svo aftur þegar rúmlega korter var liðið af þeim seinni. Eftir það var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi lenda. Eftir tvö stór töp í röð lá beint við að spyrja Jón Þór hvort honum fyndist liðið of brotthætt?

„Í dag þá vorum við það alveg klárlega. Mér fannst eftir annað markið við fara að gera hluti sitt í hvoru lagi og það boðar aldrei gott og sérstaklega ekki á móti svona góðu liði eins og Val. Þeir nýta sér það og við buðum upp á svæði og pláss sem þú getur ekkert á móti Val.“

Næsti leikur Skagamanna er gegn KA á Akranesi. Við hverjum megum við búast frá þeim þar?

Garðar Gunnlaugsson gekk til liðs við ÍA frá Kára í dag líkt og kom fram hér á Fótbolti.net í dag. Hver er hugmyndin á bakvið það að sækja reynsluboltann í framlínuna?

„Það er í raun og veru að Viktor Jónsson er meiddur á baki og við vitum ekki nákvæmlega hversu lengi hann verður frá. Þannig að við fengum Garðar inn til að styðja aðeins við bakið á Eyþóri. “

Sagði Jón Þór en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner