Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 11. júní 2022 09:45
Brynjar Ingi Erluson
Deschamps ekkert að stressa sig á úrslitunum
Didier Deschamps
Didier Deschamps
Mynd: Guðmundur Karl
Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, var sáttur við frammistöðu liðsins í 1-1 jafnteflinu gegn Austurríki í gær en liðið hefur ekki enn unnið leik í Þjóðadeildinni þetta árið.

Frakkar eru ríkjandi meistarar í A-deild Þjóðadeildarinnar en sitja nú í botnsæti riðilsins eftir þrjá leiki.

Liðið hefur tapað einum og gert tvö jafntefli en Deschamps er sáttur þrátt fyrir slæm úrslit.

„Ég er sáttur miðað við það sem við gerðum. Leikmennirnir áttu sigur skilið og við gerðum mjög góða hluti í þessum leik," sagði Deschamps.

„Austurríska landsliðið náði að skuldbinda sig þessu verkefni og það var mikil orka í þeim. Við náðum stjórn á leiknum í seinni hálfleik en það vantaði upp á skilvirknina. Það er synd að hafa ekki unnið svona miðað við það sem við gerðum í seinni hálfleik," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner