Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 11. júlí 2018 21:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-kvenna: HK/Víkingur gekk frá KR
HK/Víkingur er að komi fólki á óvart. Margrét Sif skoraði tvö í kvöld.
HK/Víkingur er að komi fólki á óvart. Margrét Sif skoraði tvö í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR 1 - 3 HK/Víkingur
1-0 Katrín Ómarsdóttir ('9 )
1-1 Hildur Antonsdóttir ('11 )
1-2 Margrét Sif Magnúsdóttir ('56 )
1-3 Margrét Sif Magnúsdóttir ('57 )
Lestu nánar um leikinn

Það var einn leikur í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Með honum lauk níundu umferð deildarinnar.

KR fékk HK/Víking í heimsókn og þurfti á stigunum að halda til að galopna fallbaráttuna.

Leikurinn byrjaði vel fyrir KR-inga - Katrín Ómarsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins á níundu mínútu og staðan 1-0 fyrir KR. Forystan entist ekki lengi því Hildur Antonsdóttir jafnaði tveimur mínútum síðar.

Staðan var 1-1 í hálfleik en snemma í seinni hálfleiknum gekk HK/Víkingur frá leiknum. Margrét Sif Magnúsdóttir skoraði tvö mörk með stuttu millibili og þar við sat.

Frábær 3-1 sigur HK/Víkings staðreynd.

Hvað þýða þessi úrslit?
HK/Víkingur er núna með 10 stig í sjötta sæti og er að koma fólki á óvart með frammistöðu sinni. KR er einmana á botninum og hefur aðeins þrjú stig eftir fyrri hluta tímabilsins.
Athugasemdir
banner
banner