Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 11. ágúst 2022 11:12
Elvar Geir Magnússon
Ísland tekur þátt í Eystrasaltsbikarnum í nóvember
Landsliðsmaðurinn Stefán Teitur Þórðarson.
Landsliðsmaðurinn Stefán Teitur Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska karlalandsliðið mun í nóvember taka þátt í Eystrasaltsbikarnum, Baltic Cup 2022.

Auk Íslands taka Eistland, Lettland og Litháen þátt í mótinu, leiknir verða tveir undanúrslitaleikir og svo úslitaleikur, ásamt leik um þriðja sætið.

Ísland leikur við Litháen í undanúrslitum 16. nóvember í Vilnius eða Kaunas en sama dag tekur Lettland á móti Eistlandi í Riga. Úrslitaleikurinn og bronsleikurinn fara svo fram 19. nóvember.

Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt í mótinu sem hefur verið haldið reglulega frá árinu 1991. Mótið var sett á laggirnar fyrst árið 1928 og var það haldið nánast árlega til ársins 1940, en frá 1940-1991 fór það ekki fram í ljósi hernáms Sovétríkjanna á svæðinu. Ísland er aðeins fimmta þjóðin sem tekur þátt í mótinu, en Finnland hefur tekið tvisvar sinnum þátt.

Lettland hefur unnið keppnina oftast, eða 13 sinnum. Eistland eru núverandi meistarar, en mótið var haldið síðast árið 2021.

Þann 6. nóvember mun Ísland spila vináttulandsleik gegn Sádí-Arabíu í Abu Dhabi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner