Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 11. september 2021 08:30
Victor Pálsson
Síðasti sénsinn til að fá Kane?
Mynd: EPA
Þetta sumar var mögulega síðasti möguleiki liða að næla í framherjann Harry Kane sem leikur eins og flestir vita með liði Tottenham.

Þetta segir fyrrum landsliðsmaður Englands, Gary Lineker, en Kane var afar nálægt því að ganga í raðir Manchester City í sumarglugganum.

Að lokum varð ekkert úr þeim félagaskiptum en Tottenham stóð fast á sínu og neitaði þeim boðum sem komu frá ensku meisturunum.

Lineker telur að nú sé sénsinn mögulega úti fyrir lið að næla í Kane sem verður 29 ára gamall á næsta ári.

„Ég er ekki með neina kristalkúlu en það var eins og það væri þetta sumar eða ekki neitt," sagði Lineker.

„Hver veit hvað gerist og hver veit hvað gerðist bakvið luktar dyr? Við vitum að Harry er frábær atvinnumaður og hann elskar Tottenham. Hann mun gefa allt í sölurnar því hann er fagmaður og mun skora mörk hvar sem er."

„Ég veit hvernig það er og hversu erfitt það er að yfirgefa félagið sem studdir sem krakki. Ég ólst upp hjá Leicester og spilaði með liðinu - það var erfitt að fara."
Athugasemdir
banner
banner