Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 11. október 2018 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Hugleiðingar De Laurentiis: Var Sarri að nota mig?
De Laurentiis er farinn að spá í því hvort Sarri hafi verið að nota hann
De Laurentiis er farinn að spá í því hvort Sarri hafi verið að nota hann
Mynd: Getty Images
Aurelio De Laurentiis, forseti Napoli á Ítalíu, heldur áfram að skjóta á Maurizio Sarri, fyrrum þjálfara liðsins, eftir að hann yfirgaf félagið og tók við Chelsea í sumar.

Sarri gerði frábæra hluti með Napoli á þremur árum og kom liðinu í hóp þeirra bestu á Ítalíu.

Hann tók við enska félagið Chelsea í sumar og hefur gert góða hluti þar en De Laurentiis heldur áfram að gagnrýna Sarri.

„Sarri? Ég hélt ég hefði hitt þjálfara sem ætlaði sér að vera hjá Napoli til margra ára. Þegar öllu er á botninn hvolft þá var þetta spurning um peninga," sagði De Laurentiis.

„Allt í einu ákváðu fjölmiðlar að það þyrfti að hækka hann í launum. Við fórum úr 700 þúsund evrum í 1,5 milljón evra í árslaun. Ég heyrði hann líka einu sinni segja að hann ætlaði sér að verða ríkur af næsta samning sem hann myndi skrifa undir."

„Hann talaði um ást sína á Napoli og ég trúði því en svo hugsaði ég hvort hann væri bara að nota mig sem einhvern banka,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner