Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 11. nóvember 2022 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þjálfari Arons og Óla Vals tekinn við U21 landsliðinu
Aron Bjarnason og Óli Valur
Aron Bjarnason og Óli Valur
Mynd: Guðmundur Svansson

Daniel Backström er tekinn við u21 árs landsliði Svíþjóðar en sænska knattspyrnusambandið borgaði hann út frá Sirius þar sem hann þjálfaði í tvö ár.


Sænsku deildinni lauk um síðustu helgi en Sirius hafnaði í 11. sæti. Liðið náði sama árangri í fyrra.

Með Sirius leika tveir Íslendingar en það eru þeir Aron Bjarnason og Óli Valur Ólafsson. Óli Valur gekk til liðs við félagið í sumar frá Stjörnunni en hann lék 13 leiki fyrir sænska félagið.

Aron gekk til liðs við félagið í fyrra en spilaði aðeins tvo leiki, hann var fastamaður í ár.

„Þegar svona tækifæri gerst er það brjálæðislega spennandi. Það er margt áhugavert við þetta og ég hlakka til. Á sama tíma átti ég tvo mjög fín og sterk ár með SIrius sem hafa haft góð áhrif á mig. Bæði að vinna með leikmönnum og kollegum en einnig það sem var í gangi í kringum félagið og stuðningsmennina. Ég mun skilja það eftir mig hér í Sirius og met þess mikils og lít til baka og hef frábærar minningar,"  sagði Backström um tímann sinn hjá Sirius.


Athugasemdir
banner
banner
banner