Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 12. janúar 2019 08:00
Arnar Helgi Magnússon
Aron Elí og Jóhann Andri í Hauka (Staðfest)
Jóhann Andri, Aron Elí og Birgir Magnús
Jóhann Andri, Aron Elí og Birgir Magnús
Mynd: haukar.is
Birgir skallar hér boltann í leik með Haukum.
Birgir skallar hér boltann í leik með Haukum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukar hafa fengið til sín tvo nýja leikmenn sem munu styrkja liðið fyrir komandi átök í Inkasso deildinni. Þetta eru þeir Aron Elí Sævarsson og Jóhann Andri Kristjánsson.

Aron Elí Sævarsson er fæddur árið 1997 og er uppalinn hjá Val. Hann spilaði með HK á síðasta tímabili á láni frá Val. Aron kemur einnig til Hauka á láni.

Aron er vinstri bakvörður, ólíkt bróður sínum Birki Má Sævarssyni sem að er hægri bakvörður í íslenska landsliðinu.

„Mig langaði að fá tækifæri til að spila leiki og bæta mig. Haukar eru flott félag, metnaðarfullur þjálfari og leist mjög vel á hópinn," sagði Aron við undirskriftina."

Jóhann Andri Kristjánsson er uppalinn í HK en hann hefur spilað með Hvíta Riddaranum síðustu þrjú tímabil. Þar á undan spilaði hann með Elliða.

Jóhann er sóknarmaður en hann gerði 38 mörk í 78 leikjum með Hvíta Riddaranum. Jóhann kemur til með að verða lánaður til að byrja með í nýstofnað varalið félagsins.

„Þegar Haukar höfðu fyrst samband við mig og lýstu fyrir mér hver plönin þeirra voru fyrir tímabilið og fyrir félagið til framtíðar þá leist mér strax vel á. Síðan þá hef ég séð hversu góð umgjörðin er hjá félaginu og mikill metnaður í gangi, og það sannfærði mig að rétta skrefið væri að koma hingað," sagði Jóhann við undirskriftina.

Þá hefur Birgir Magnús Birgisson framlengt samning sinn við félagið en hann er uppalinn hjá Haukum og á að baki 55 leiki fyrir Hauka og hefur skorað eitt mark.

Athugasemdir
banner
banner
banner