Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 12. janúar 2020 14:44
Elvar Geir Magnússon
Allar líkur á að Höskuldur fari í Breiðablik
Höskuldur Gunnlaugsson, leikmaður Breiðabliks.
Höskuldur Gunnlaugsson, leikmaður Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höskuldur Gunnlaugsson vinnur að því að fá samningi sínum við sænska félagið Halmstad rift en allt bendur til þess að hann muni leika með Breiðabliki í Pepsi Max-deildinni í sumar.

„Ég er enn á samning hjá Halmstad en ég fer ekki þangað aftur, það er 99% klárt. Það er í ferli að ganga frá riftun þar," sagði Höskuldur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977.

„Það eru allar líkur á því og ég er spenntur," sagði Höskuldur þegar hann var spurður að því hvort hann myndi fara til Blika.

Hann lék með Breiðabliki á lánssamningi frá Halmstad síðasta sumar og skoraði sjö mörk í 20 leikjum í Pepsi Max-deildinni.

Höskuldur er 25 ára og stefnir að því að fara aftur út í atvinnumennskuna.

Hann segir að Óskar Hrafn Þorvaldsson, nýr þjálfari Breiðabliks, komi inn með krafti.

„Hann og er Dóri eru súper metnaðarfullir. Það eru settar miklar kröfur og það er mjög gott, við höfum verið að æfa af krafti. Þetta er spennandi og ég held að þetta geti verið stórt," sagði Höskuldur.

Í spilaranum hér að neðan má hlusta á viðtalið við Höskuld en þar ræðir hann nánar um tíma sinn hjá Halmstad, næsta tímabil í íslenska boltanum og fleira.
Höskuldur um bróðurmissinn, Blika og landsliðið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner