Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 12. mars 2024 15:05
Elvar Geir Magnússon
62 leikmenn í Kamerún í bann fyrir að ljúga til um aldur
Wilfried Nathan Douala.
Wilfried Nathan Douala.
Mynd: Kamerúnska fótboltasambandið
Kamerúnska fótboltasambandið hefur sett 62 leikmenn í bann fyrir að ljúga til um aldur og falsa persónuskilríki.

Meðal þessara leikmanna er Wilfried Nathan Douala sem komst í fréttirnar þegar hann var valinn í kamerúnska landsliðshópinn fyrir Afríkukeppnina.

Athygli vakti að 17 ára óþekktur leikmaður úr 2. deildinni með enga landsliðsreynslu hefði verið valinn.

Þegar það fóru að birtast myndir af honum fór fólk að efast um að hann væri í alvörunni 17 ára og franskt dagblað sagði hann hafa spilað áður undir nafninu Alexandre Bardelli í kamerúnsku deildinni og væri í raun yfir 21 árs aldri.

Douala spilaði ekki í Afríkukeppninni en fékk úthlutað númeri. Hætta er á að Kamerún fari í bann frá þátttöku í næstu Afríkukeppni.
Athugasemdir
banner
banner