Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 12. mars 2024 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alex Freyr heim í Fram (Staðfest)
Mynd: Fram
Fram tilkynnti rétt í þessu með miklu stolti að Alex Freyr Elísson væri mættur aftur í dal draumanna - Úlfarsárdalinn.

Alex er uppalinn í Fram og var einn af lykilmönnum liðsins áður en hann gekk í raðir Breiðabliks eftir tímaiblið 2022.

Hann er nú mættur aftur í Fram eftir rúmt ár í burtu og skrifar undir tveggja ára samning.

Alex er 26 ára hægri bakvörður sem á að baki 27 leiki í efstu deild og hefur í þeim skorað tvö mörk. Seinni hluta síðasta tímabils lék hann með KA og kom þar við sögu í þremur Evrópuleikjum.

Fram endaði í 10. sæti Bestu deildarinnar í fyrra og eftir tímabilið tók Rúnar Kristinsson við sem þjálfari liðsins. Seinna í dag birtist viðtal við Alex hér á Fótbolti.net.

Komnir
Alex Freyr Elísson frá Breiðabliki (var á láni hjá KA)
Kyle McLagan frá Víkingir R.
Kennie Chopart frá KR
Þorri Stefán Þorbjörnsson á láni frá Lyngby
Freyr Sigurðsson frá Sindra
Víðir Freyr Ívarsson frá HK (var á láni hjá H/H)
Stefán Þór Hannesson frá Ægi (var á láni)

Farnir
Aron Jóhannsson í Aftureldingu
Delphin Tshiembe til Danmerkur
Viktor Bjarki Daðason til FCK (1. júlí)
Ion Perello til Spánar
Þórir Guðjónsson
Athugasemdir
banner