Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 12. mars 2024 08:44
Elvar Geir Magnússon
Branthwaite og Olise skotmörk Man Utd
Powerade
Jarrad Branthwaite (til vinstri).
Jarrad Branthwaite (til vinstri).
Mynd: Getty Images
Michael Olise til Manchester United?
Michael Olise til Manchester United?
Mynd: Getty Images
Man City hefur áhuga á Bruno Guimaraes.
Man City hefur áhuga á Bruno Guimaraes.
Mynd: EPA
Branthwaite, Olise, Greaves, Guimaraes, Neto, Ait-Nouri, Sancho. Velkomin með okkur í slúðurheima en BBC tók saman það helsta sem er í umræðunni.

Manchester United hefur gert enska varnarmanninn Jarrad Branthwaite (21) hjá Everton að sínu helsta skotmarki fyrir sumargluggann. (Star)

Franski vængmaðurinn Michael Olise (22) hjá Crystal Palace er einnig ofarlega á óskalistanum á Old Trafford. (Football Transfers)

United mun reyna við Branthwaite, sem er metinn á 75 milljónir punda af Everton, sama hver framtíð Erik ten Hag verður. (Mirror)

Everton hefur áhuga á enska varnarmanninum Jacob Greaves (23) hjá Hull City en búast má við því að hann fari í ensku úrvalsdeildina í sumar ef Hull kemst ekki upp. (Football Insider)

Manchester City skoðar möguleika á að fá Bruno Guimaraes (26) frá Newcastle en Brasilíumaðurinn er með 100 milljóna punda riftunarákvæði í samningi sínum. (Football Transfers)

Tottenham hefur blandað sér í hóp með Manchester City, Liverpool, Newcastle og Arsenal sem hafa áhuga á portúgalska vængmanninum Pedro Neto (24) hjá Wolves. (Football Insider)

Jurgen Klopp mælir með því að Liverpool kaupi alsírska vinstri bakvörðinn Rayan Ait-Nouri (22) frá Wolves. Manchester United er einnig með augastað á leikmanninum. (Teamtalk)

Enski vængmaðurinn Jadon Sancho (23) hefur enga löngun til að snúa aftur til Manchester United eftir að lánsdvöl hans hjá Borussia Dortmund lýkur. Hann kennir Erik ten Hag um hrunið á ferli sínum. (Bild)

Dortmund vill halda Sancho og skoðar möguleika á að gera skiptisamning við United. Hollenski sóknarmaðurinn Donyell Malen (25) myni þá fara á Old Trafford. (Fichajes)

Það mun kosta Manchester United meira en 10 milljónir punda ef Ten Hag og aðstoðarmenn hans verða reknir. (Times)

Tiago Pinto fyrrum íþróttastjóri Roma lýsir yfir áhuga á að taka við af Dan Ashworth hjá Newcastle. Ashworth er á leið til Manchester United. (i Sport)

Portúgalski bakvörðurinn Joao Cancelo (29) vonast til að ganga alfarið í raðir Barcelona í sumar en hann er hjá félaginu á láni frá Manchester City. (Gazzetta dello Sport)

Chelsea er meðal félaga sem fylgjast með Fílabeinsstrendingnum Mario Dorgeles (19), miðjumanni Nordsjælland í Danmörku. (Tipsbladet)

Tottenham er tilbúið að láta velska varnarmanninn Joe Rodon (26) fara til Leeds United í sumar eftir að haann var lánaður í Championship-liðið þetta tímabil. (Footbal lnsider)

Bayern München hefur boðið vinstri bakverðinum Alphonso Davies (23) nýjan samning að verðmæti 11-13 milljónir á ári. Kanadíski landsliðsmaðurinn vill fá um 20 milljónir á ári. (Sky Sports Þýskalandi)
Athugasemdir
banner
banner
banner