Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 12. mars 2024 21:33
Brynjar Ingi Erluson
Þýski bikarinn: Mark í uppbótartíma kom C-deildarliði Saarbrücken í undanúrslit
Saarbrücken er komið áfram
Saarbrücken er komið áfram
Mynd: Getty Images
Þýska C-deildarliðið Saarbrücken er komið áfram í undanúrslit bikarsins eftir að hafa unnið magnaðan 2-1 sigur á Borussia Mönchengladbach í kvöld.

Úrslitin hafa heldur betur verið óvænt í bikarnum þetta árið en nú er aðeins eitt A-deildarlið í undanúrslitum.

Saarbrücken hafði þegar hent Bayern München og Eintracht Frankfurt úr leik.

Ekki byrjaði það vel fyrir Saarbrücken sem lenti undir á 8. mínútu eftir mistök hægra megin á vellinum. Robin Hack fékk í kjölfarið boltann við vítateigslínuna og sendi boltann neðst í vinstra hornið.

Þremur mínútum síðar kom jöfnunarmarkið eftir frábært skot Amine Naifi rétt fyrir utan teiginn.

Heimamenn í Saarbrücken björguðu á línu á 18. mínútu leiksins og voru alls ekki á því að fá mark í bakið.

Þegar rúmar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma rifnaði þakið af leikvangnum þegar Kai Brünken skoraði sigurmarkið eftir hraða sókn.

Hreint út sagt ótrúlegt ævintýri Saarbrücken sem er nú komið áfram í undanúrslit og mætir þar B-deildarliði Kaiserslautern.

Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Bayer Leverkusen og Fortuna Düsseldorf, sem Ísak Bergmann Jóhannesson spilar fyrir.
Athugasemdir
banner
banner
banner