Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 12. september 2021 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Gylfi ekki í hópnum hjá Everton - Spilar í fyrsta lagi í janúar
Gylfi Þór Sigurðsson
Gylfi Þór Sigurðsson
Mynd: Getty Images
Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er ekki í úrvalsdeildarhópi Everton á þessari leiktíð og getur því ekki spilað með liðinu fyrr en í fyrsta lagi í janúar.

Ensku félögin skiluðu hópunum þann 1. september en úrvalsdeildin birti alla hópa á vefsíðu sinni um helgina.

Gylfi Þór var ekki í 25-manna hópi Everton en félagið getur skráð hann aftur í hópinn í janúar. Þó hann megi ekki spila í úrvalsdeildinni þá getur hann spilað fyrir Everton í deildabikarnum.

Leikmaðurinn er til rannsóknar hjá lögreglunni í Manchester vegna brots gegn ólögráða einstaklingi en hann hefur hvorki æft né spilað með Everton síðan i lok júlí.

Gylfi er laus gegn tryggingu til 16. október.
Athugasemdir
banner