Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fös 12. nóvember 2021 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Ungverskur landsliðsmaður á leið til Chelsea?
Attila Szalai í baráttunni við Harry Kane
Attila Szalai í baráttunni við Harry Kane
Mynd: EPA
Attila Szalai, leikmaður Fenerbahce í Tyrklandi, er að ganga til liðs við Chelsea í janúar en CNN í Tyrklandi greinir frá.

Szalai er 23 ára gamall miðvörður og er fastamaður í ungverska landsliðinu.

Hann er á öðru tímabili sínu með Fenerbahce í Tyrklandi eftir að hafa komið frá kýpverska liðinu Apollon Limassol.

Samkvæmt CNN í Tyrklandi hefur Chelsea komist að samkomulagi við Fenerbahce um kaup á Szalai en kaupverðið er í kringum 23 milljónir punda.

Þar er haldið því fram að leikmaðurinn skrifi undir sex ára samning við Chelsea og mun þéna í kringum 3,5 milljónir punda í árslaun.
Athugasemdir
banner
banner
banner