Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 05. apríl 2019 06:00
Ómar Vilhelmsson
Knattspyrnuskóli Barcelona á leið til landsins í sumar
4 sumarið sem skólinn er starfræktur
Mynd: Knattspurnyakademía Íslands
Þau gleðitíðindi voru að berast að FC Barcelona academían sé væntanleg aftur til Íslands í sumar með æfingabúðir í samvinnu við Knattspyrnuakademíu Íslands. Æfingabúðirnar eru fyrir börn á aldrinum 9-15 ára og verða á æfingasvæðinu við Kópavogsvöll 17.-21. júní , bæði fyrir pilta og stúlkur, sem þó munu æfa í sitt hvoru lagi.

Æfingabúðunum lýkur með skemmtilegu lokahófi eins og síðustu ár, þar sem þátttakendur fá viðurkenningaskjal. Það er ekki sjálfgefið að Barça academían komi til landa eins og Íslands fjögur ár í röð enda mikil eftispurn eftir Barça academíunni sem sendir eingöngu þjálfara í æfingabúðirnar sem þjálfa í hinni frægu FC Barcelona academíu. Einnig verður sjúkraþjálfari á öllum æfingum ef óhöpp verða og er það hluti af þeim fjölmörgu gæðastöðlum sem FC Barcelona setur í æfingabúðum eins og þessum.

Skráning í æfingabúðirnar er nú þegar hafin og finna má frekari upplýsingar á www.knattspyrnuakademian.is.

Æfingabúðirnar hafa verið gífurlega vinsælar og reiknað er með að færri komist að en vilja líkt og síðustu ár, þess vegna eru forráðamenn hvattir til að skrá börnin sín sem fyrst.
Allir þátttakendur munu fá til eignar Nike æfingasett og fótbolta.

Árið 2016 valdi FC Barcelona, eitt öflugasta íþróttafélag heims, Ísland til að bjóða í fyrsta sinn eingöngu stúlkum upp á æfingabúðir þar sem reyndir þjálfarar félagsins þjálfuðu þátttakendur eftir hinu fræga æfingakerfi Barça og miðluðu um leið þekkingu sinni til íslenskra þjálfara.
Ári síðar ákvað FC Barcelona, í samvinnu við Knattspyrnuakademíu Íslands að bjóða einnig upp á æfingar fyrir íslenska pilta á sama aldri. Gerður var góður rómur að æfingabúðunum og bæði þátttakendur og foreldrar þeirra lýstu yfir mikilli ánægju.


Athugasemdir
banner
banner
banner