Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 13. mars 2021 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Man City vill Haaland og Joao Felix
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það er mikið um að vera í slúðurpakka dagsins sem er tekinn saman af BBC. Sumarið nálgast og eru stórveldin tvö frá Manchester sögð ætla að breyta til hjá sér. Cristiano Ronaldo, Lionel Messi, Neymar og Erling Braut Haaland koma allir fyrir í slúðurpakkanum.



Man City hefur auga með Joao Felix, 21 árs framherja Atletico Madrid. Hann er séður sem mögulegur arftaki Sergio Agüero sem verður samningslaus í sumar. (Eurosport)

Erling Braut Haaland er þó efstur á lista hjá Man City og leiða verðandi Englandsmeistarar kapphlaupið um hann. (Daily Mail)

Haaland er einnig efstur á lista hjá Barcelona og er hægt að búast við harðri baráttu um einn heitasta sóknarmann heims. (Mundo Deportivo)

Faðir Lionel Messi fer til Barcelona eftir helgi til að ræða við Joan Laporta, forseta Barca, um framtíð sonar sins. (Mundo Deportivo)

Jorge Mendes, umboðsmaður Cristiano Ronaldo, hefur rætt við Real Madrid um mögulega endurkomu frá Juventus. (El Chiringuito)

Neymar og PSG eru í samningsviðræðum sem líta mjög vel. Búist er við að brasilíska stórstjarnan skrifi undir fjögurra ára samning fyrir sumarið. (Le10 Sport)

Man Utd er reiðubúið til að hlusta á tilboð í spænska landsliðsmarkvörðinn David de Gea, 30. (Football Insider)

Rauðu djöflarnir eru þá ekki vissir um hvort þeir vilji framlengja samning Edinson Cavani, 34, við félagið. Þjálfarateymið er ekki ánægt með líkamsástand hans. (Manchester Evening News)

Man Utd og Chelsea vilja bæði krækja í Gianluca Mancini, 24 ára miðvörð Roma og ítalska landsliðsins. (Express)

Laurent Nicollin, forseti Montpellier, vonast til að halda Andy Delort hjá félaginu með að gera hann að fyrirliðá. Newcastle United og Wolves hafa áhuga á Delort. (Midi Libre)

Crystal Palace hefur áhuga á Conor Gallagher, 21 árs miðjumanni Chelsea sem er að gera fína hluti að láni hjá West Brom. (Football London)

Brighton hefur áhuga á portúgalska sóknarmanninum Eder, 33, sem skoraði úrslitamarkið er Portúgal vann EM 2016. Eder verður samningslaus í sumar eftir að hafa skorað 13 mörk í 102 leikjum fyrir Lokomotiv Moskvu. (Sports Express)

Liverpool hafnaði tilboði frá Nottingham Forest í miðvörðinn Nathaniel Phillips, 23, í janúar. (Football Insider)

Bayer Leverkusen leiðir kapphlaupið um Julian Draxler, 27 ára miðjumanni PSG, sem verður samningslaus í sumar. Arsenal hefur einnig mikinn áhuga. (Todofichajes)

West Ham, Southampton og Brighton hafa áhuga á Jan Kuchta, 24 ára framherja Slavia Prag. (Team Talk)

Las Palmas er búið að ná samkomulagi við Leeds United um félagaskipti spænska framherjans Rafa Mujica, 22, til félagsins. (Sport)

Ole Gunnar Solskjær segir Man Utd vera í samningsviðræðum við Eric Bailly. Bailly er 26 ára gamall og á rúmt ár eftir af samningi sínum við Rauðu djöflana. (Manchester Evening News)

Hansi Flick, 56, segist ekki hafa áhuga á að taka við þýska landsliðinu að svo stöddu. Joachim Löw mun hætta með landsliðið eftir EM í sumar. (Goal)
Athugasemdir
banner
banner