Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 13. mars 2021 11:20
Ívan Guðjón Baldursson
Tíu þúsund áhorfendur síðustu umferðir tímabilsins
Richard Masters er framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar.
Richard Masters er framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar.
Mynd: Getty Images
Richard Masters, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar, segir stefnuna vera setta á að hleypa allt að 10 þúsund áhorfendum á hvern einasta leikvang síðustu tvær umferðir úrvalsdeildartímabilsins.

Til þess að gera þetta að veruleika hefur heil umferð verið færð til, það er gert til að tryggja að öll lið deildarinnar fái einn heimaleik með áhorfendum.

Lokaumferðirnar tvær eiga að fara fram seinni hluta maí mánaðar, sú fyrri 18-20. maí og sú seinni 23. maí.

„Vonandi verða allt að 10 þúsund áhorfendur á leik síðustu tvær umferðir tímabilsins. Ef allt gengur að óskum þá getum við lokið tímabilinu á jákvæðum nótum með áhorfendur á leikvöngum. Það væri stórkostlegur endir á tímabilinu," sagði Masters.

„Það hafa næstum 2 milljarðar punda tapast í miðasölu og sjónvarpstekjum frá upphafi Covid."
Athugasemdir
banner
banner
banner