Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 13. mars 2024 20:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Chelsea nælir í sérfræðing Brentford í föstum leikatriðum
Mynd: EPA

Chelsea hefur náð samkomulagi við Bernardo Cueva, sérfræðing í föstum leikatriðum en hann mun ganga til liðs við félagið frá Brentford í sumar samkvæmt heimildum The Athletic.


Cueva er 36 ára gamall og kemur frá Mexíkó en hann mætti til Brentford árið 2020 frá Chivas í heimalandinu og hefur verið í mikilvægu hlutverki í uppgangi liðsins.

Liðið vann sér sæti í úrvalsdeildinni í fyrsta sinn árið 2021 undir stjóri Thomas Frank og er þekkt fyrir föstu leikatriðin sín.

Þessi staða hefur verið laus hjá Chelsea síðan Anthony Barry gekk til liðs við Bayern í apríl síðastliðinn og hefur félagið verið með það að markmiði að næla í Cueva.


Athugasemdir
banner
banner