Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 13. mars 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Frá Þrótti í sænsku deildina (Staðfest)
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Kanadíski framherjinn Tanya Boychuk hefur samið við sænska úrvalsdeildarliðið Vittsjö en hún kemur til félagsins frá Þrótti R.

Boychuk kom til Íslands fyrir síðasta tímabil eftir að hafa spilað í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Hún á einnig leiki fyrir yngri landslið Kanada.

Alls spilaði hún 23 leiki og skoraði 6 mörk er Þróttur hafnaði í 3. sæti Bestu deildarinnar.

Nú hefur hún ákveðið að taka næsta skref ferilsins en hún samdi í gær við sænska úrvalsdeildarliðið Vittsjö og mun spila með liðinu á komandi leiktíð.

Vittsjö gerði vel á síðustu leiktíð og hafnaði í 5. sæti sænsku deildarinnar en árið áður hafnaði liðið í 6. sæti.


Athugasemdir
banner
banner