Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 13. mars 2024 14:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðný Árna í Kristianstad (Staðfest)
Guðný Árnadóttir.
Guðný Árnadóttir.
Mynd: Kristianstad
Sænska úrvalsdeildarfélagið Kristianstad hefur tilkynnt það að Guðný Árnadóttir sé búin að skrifa undir samning við félagið. Guðný kemur til Kristianstad frá AC Milan á Ítalíu.

Guðný er 23 ára gömul. Hún er varnarmaður sem hefur spilað 26 landsleiki fyrir Íslands hönd.

Hún hóf meistaraflokksferil sinn hjá FH en spilaði einnig hjá Val hér á landi áður en hún gekk til liðs við AC Milan árið 2020. Hún var lánuð til Napoli á fyrsta tímabilinu en hefur spilað ágætis rullu í Mílanó síðustu tímabil.

Hjá Kristianstad hittir Guðný fyrir Hlín Eiríksdóttur liðsfélaga sinn í landsliðinu og Kötlu Tryggvadóttur sem kom til félagsins frá Þrótti í vetur. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfaði liðið um árabil en hætti hjá þeim í haust.

„Við erum ánægð að fá Guðnýju til Kristianstad. Hún er leikmaður sem við þekkjum vel þar sem hún kom hingað á reynslu árið 2016," segir Lovisa Ström, yfirmaður fótboltamála hjá Kristianstad.

„Við erum að fá öflugan varnarmann til okkar sem getur leyst nokkrar mismunandi stöður."

Guðný er spennt fyrir nýjum kafla í Svíþjóð. „Ég ákvað að koma hingað til Kristianstad til að þróa mig sem leikmann. Ég vil verða betri tæknilega og líka taktískt. Ég hlakka til að kynnast liðinu betur," segir landsliðskonan öfluga.
Athugasemdir
banner
banner