Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 13. mars 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Óþægilegt augnablik í útsendingu CBS - „Af hverju myndirðu segja þetta?“
Mynd: Getty Images
Enski sparkspekingurinn Jamie Carragher bauð upp á óþægilegt augnablik í útsendingu CBS í Meistaradeildinni í gær, svo óþægilegt að jafnvel Micah Richards leit undan.

Kate Abdo stjórnar útsendingu CBS og er með þá Carragher, Richards og Thierry Henry með sér í settinu.

Þremenningarnir skemmta sér yfirleitt konunglega í útsendingum og skjóta föstum skotum fram og til baka, en Carragher gekk yfir strikið í útsendingunni í gær.

Carragher var klæddur í treyju Arsenal eftir sigur liðsins á Porto í vítakeppni, en hann sagði eftir leikinn að Abdo þyrfti næst að klæðast treyju, en að hún neitaði beiðni hans. Abdo styður Manchester United og sagðist þá sýna því hollustu sína.

„Hverjum ertu trygg?“ spurði Carragher áður en Abdo svaraði: „Manchester United.“ .

Carragher skaut því þá að henni að hún væri ótrú unnustanum, Malik Scott. Dauðaþögn sló á hópinn, þar sem Richards, sem er yfirleitt hrókur alls fagnaðar, starði í grasið áður en Abdo spurði Carragher: „Af hverju myndirðu segja þetta?“ .

Fyrrum varnarmaðurinn virtist hálf vandræðalegur eftir að hafa sleppt orðinu og varð augnablikið óþægilegt í alla staði. Stuttu síðar kom auglýsingahlé en atvikið má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner