Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 13. mars 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segja að Arsenal horfi til Bandaríkjanna ef Ramsdale fer
Patrick Schulte.
Patrick Schulte.
Mynd: Getty Images
Arsenal er að fylgjast með bandaríska markverðinum Patrick Schulte ef ske kynni að Aaron Ramsdale yfirgefi félagið í sumar.

David Raya tók stöðu Ramsdale í markinu hjá Arsenal fyrr á þessu tímabili eftir að hann gekk í raðir Lundúnafélagsins frá Brentford. Raya hefur vaxið og spilað vel á tímabilinu.

Hinn 25 ára gamli Ramsdale er ekki sagður sáttur við sína stöðu og gæti hann skipt um félag í sumar. Hefur hann til að mynda verið orðaður við Chelsea.

Telegraph segir að Schulte sé á radaranum hjá Arsenal en hann er á mála hjá Columbus Crew í Bandaríkjunum.

Schulte spilaði sinn fyrsta A-landsleik með Bandaríkjunum fyrr á þessu ári en Arsenal hefur verið að fylgjast með honum í dágóðan tíma og gæti hann komið inn sem varamarkvörður ef Ramsdale fer annað.
Athugasemdir
banner
banner
banner