Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 13. mars 2024 16:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stór hindrun í mögulegri sölu á Antony
Antony.
Antony.
Mynd: Getty Images
Það hefur verið fjallað það í fjölmiðlum á Englandi að undanförnu að Manchester United sé tilbúið að hlusta á tilboð í brasilíska kantmanninn Antony í sumar.

Antony var keyptur frá Ajax sumarið 2022 fyrir allt að 95 milljónir evra en hann hefur engan veginn staðist væntingar hjá félaginu.

Ef Erik ten Hag verður rekinn þá eykur það líkurnar enn frekar á því að United muni reyna að selja Antony en hollenski stjórinn ýtti mikið eftir því að fá leikmanninn til félagsins.

En það sem flækir mögulega sölu - samkvæmt Telegraph - er lögreglurannsókn sem er í gangi. Lögreglan í Manchester á Englandi og í Sao Paulo í Brasilíu eru að rannsaka ásakanir fyrrverandi kærustu Antony á hendur honum. Hún sakar hann um ofbeldisbrot en Antony hefur neitað allri sök.

Heimildir Telegraph herma að ásakanirnar í garð Antony og rannsóknin á honum gæti reynst mikil hindrun í mögulegri sölu. Það breytist þá ef málið verður alveg fellt niður.

Antony hefur haldið áfram að spila með Man Utd þrátt fyrir ásakanirnar en frammistaða hans hefur verið hörmuleg.
Athugasemdir
banner
banner